Tussock / Féþúfa
The project was worked after reading the Icelandic folk tale „Þá hló marbendill“, or than the marine monster laughed. In that tale a farmer goes fishing out in the sea, and catches a monster in his net. The monster was eager to get back to the sea to his mother, but the farmer denied and took it with him to land. When walking to the farmer‘s house they met his dog, which celebrated his owner, who cursed at him. Then the monster laughed the first time. Than the farmer tripped over a tussock, and the monster laughed again. At the farmer‘s house his wife greeted him with kisses and hugs, and the monster laughed for the third time. The farmer had had enough and wanted explanations for the laughter. "No way", said the monster, not except you promise to take me back to my mother. The farmer took his words and made a promise. I laughed the first time because you cursed your dog, and it‘s loyal to you. I laughed the second time because the tussock you tripped over is filled with money. I laughed the third time because your wife who you kissed and hugged is unfaithful. Two of these things the farmer could not verify, but he could open up the tussock which he did, at it was filled with money. The farmer took the monster back to the sea and everyone lived happily ever after.


Verkefnið er unnið útfrá þjóðsögunni Þá hló Marbendill. Í henni rær bóndi til fiskjar og dregur mannslíki úr sjó sem segist heita Marbendill. Hann vildi ákafur komast í sjóinn aftur til móður sinnar en bóndi neitaði því og réri með hann í land. Þegar þeir í land komu gengu þeir saman á bæ bóndans. Þeir mættu hundi bóndans er flaðraði upp um hann en bóndi blótaði kvikindinu. Þá hló Marbendill hið fyrsta sinn. Næst hrasaði bóndinn um þúfu og bölvaði henni og enn hló Marbendill. Heima á hlaði heilsar húsfreyja bónda með kossi og hlær þá Marbendill í hið þriðja sinn. Fannst nú bónda nóg komið af hlátrum Marbendils og krafðist skýringa. „Ekki gjöri ég þess nokkurn kost,“ sagði Marbendill, „nema þú lofir að flytja mig aftur á sama mið, er þú dróst mig á.“ Bóndi hét honum því. Fyrst hló ég er þú slóst hundinn sem fagnaði þér af einlægni, í annað sinn er þú hrasaðir um þúfu, en sú er féþúfa full af gullpeningum. Í þriðja sinn er þú tókst blíðlega fagurgala konu þinnar því hún er þér flárá og ótrú. Tvo af þeim hlutum sem þú sagðir mér má ég að vísu ekki reyna að sinni hvort sannir eru, en gjöra skal ég raun á sannsögli þinni hvort fé er fólgið í þúfunni. Ef svo reynist er meiri von á að hitt sé satt hvort tveggja, og mun ég þá efna loforð mitt. Bóndi fór nú þar til þúfan var, gróf hana upp og fann þar mikið fé, efndi loforð sitt og kom Marbendli í sjóinn. FÉÞÚFAN er skrín sem gert er úr krossvið og leir og er ætlað undir fé þitt , fjármuni og verðmæti.
Tussock / Féþúfa
Published:

Tussock / Féþúfa

A prototype made of clay and plywood.

Published:

Creative Fields